Company logo

Valmynd

H3 - Tímavídd - 12. febrúar

12. feb. 2025

10:00-11:00

Teams

Verð: 0 kr.

Tímavíddin í H3 gerir notendum kleift að skrá og dagsetja breytingar á upplýsingum um starfsmenn fram í tímann, t.d. breytingar á stöðu starfs, deild eða launakjörum. Á námskeiðinu verður sýnt hvernig unnið er með tímavíddarfærslurnar í kerfinu og hvaða áhrif þær hafa á aðra virkni í H3.

Lokað verður fyrir skráningu daginn fyrir námskeiðið og sama dag verður Teams fundarboð með vefslóð einnig sent til allra skráðra þátttakenda.

Námskeiðið er í boði fyrir alla viðskiptavini Advania sem eru með H3 þjónustusamning og er þeim að kostnaðarlausu.

ATH: Námskeiðið er bæði fyrir notendur sem þegar eru búnir að taka tímavíddina inn í H3 og þá sem eiga enn eftir að gera það.

Skráðu þig á viðburðinn

Til þess að tryggja þér sæti/áhorf á þennan viðburð þarftu að skrá þig hér að neðan.
Viltu fá tölvupóst?