Microsoft Copilot fyrir byrjendur – 6. maí 2024
6. maí 2024
09:00-12:00
Teams
Verð: 29.900 kr. m. vsk
FJARNÁMSKEIÐ Í COPILOT FYRIR ÁHUGASAMA BYRJENDUR
Á þessu fjarnámskeiði verður farið yfir í hvaða Microsoft 365 vörum Copilot er aðgengilegur, hvernig er hægt að nota hann og hvernig hann getur hjálpað starfsfólki við að auka framleiðni, gæði og sjálfvirkni í daglegum störf innan Microsoft 365 svítunnar.
Á námskeiðinu er farið í gegnum atriði á borð við:
- Hvað er Copilot?
- Í hvaða lausnum er hann aðgengilegur?
- Hvernig á að hafa samskipti við Copilot?
- Sýnidæmi úr Microsoft svítunni (Outlook, Teams, Word, Excel og Powerpoint) á notkunarmöguleikum.
- Athugið að áhersla er lögð á að skilningur fáist á því hvernig hægt er að nýta sér og nota Copilot við dagleg störf.
Ávinningur af námskeiði:
- Þekking á því hvað Copilot er.
- Skilningur á því hvernig er hægt að nýta sér gervigreind til að auka framleiðni og sjálfvirknivæðingu með Copilot.
- Skilningur á því hvernig er best að haga samskiptum, til að ná sem bestum árangri með Copilot.
Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar fyrir öll sem hafa áhuga á að læra meira um Copilot 365 eða hyggjast nýta sér hann við dagleg störf. Copilot getur hjálpað við að auka sjálfvirkni og framleiðni starfsmanna.
Fyrirkomulag námskeiðs:
Námskeiðið er þrjár klukkustundir og er kennt í gegnum Teams.
Atriði sem þarf að setja upp fyrir námskeiðið:
Mælt er með að hafa notendaaðgang að Copilot, en það er þó ekki skilyrði.
Leiðbeinandi:
Þóra Regína Þórarinsdóttir, sérfræðingur í gagnagreiningum hjá Advania.
Þóra býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og margra ára reynslu í fjármálastjórn og gagnagreiningum, bæði á Íslandi og í Bretlandi.
Skoða og fylgja á LinkedIn.
Afskráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið bi@advania.is
Afbóki einstaklingur sig á námskeið með minna en 24 klst. Fyrirvara, áskiljum við okkur rétt til að rukka allt að hálfvirði námskeiðsins.