Power BI fyrir byrjendur – 18. og 19. febrúar 2025
18. feb. 2025
09:00-12:00
Teams
Verð: 59.000 kr. m. vsk
FJARNÁMSKEIÐ Í POWER BI FYRIR BYRJENDUR
Á þessu fjarnámskeiði verður farið yfir uppsetningu skýrslna og hvernig hægt er að deila þeim á þægilegan máta með notendum. Með Power BI er hægt að útbúa myndræn og gagnvirk mælaborð. Slíkt gefur góða innsýn í rekstrarumhverfi fyrirtækis og getur oft leitt í ljós óvænta möguleika til þess að auka forskot.
Á námskeiðinu er farið í gegnum atriði á borð við:
- Gagnalíkön
- Gagnalindir
- Hreinsun gagna
- Skýrslugerð
- Framsetning á mælaborði
- Síun (e. Filtering), stigveldi og flokkanir gagna í skýrslum og mælaborðum
- Reiknaðir dálkar og mælieiningar
- Deila skýrslum með öðrum notendum
- Aðgangsstýringar og keyrslustýringar
Áhersla er lögð á að skilningur fáist á þremur undirstöðuatriðum og vinnuflæði milli þeirra:
- Smíði gagnamódela
- Smíði skýrslna
- Dreifing skýrslna
Ávinningur af námskeiði:
- Framsetning gagna úr mismunandi gagnalindum
- Uppsetning gagnalíkans í Power BI
- Skýrslugerð og mælaborð sem byggja á gagnalíkani
- Dreifing skýrslna innan fyrirtækis
- Sjálfvirkar keyrslur og aðgangsstýringar
- Vinnuflæði og meira sjálfbjarga í greiningum innan Power BI umhverfis
Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja öðlast meira færni í gagnavinnslu og framsetningu gagna. Það nýtist þeim sem vilja vera meira sjálfbjarga og fá innsýn í sitt rekstrarumhverfi hvort sem það er fjármálastjóri, innkaupastjóri, mannauðsstjóri, eða annar innan fyrirtækis.
Fyrirkomulag námskeiðs:
Námskeiðinu er skipt upp í tvo daga og er yfirferðin 3 klukkustundir í senn. Námskeiðið fer fram í gegnum Teams.
Atriði sem þarf að setja upp fyrir námskeiðið:
- Tveir tölvuskjáir, annar þeirra til að fylgjast með yfirferðinni og hinn til að vinna verkefni
- Uppsetning á Power BI Desktop, sem má finna hér
- Stofna notanda í Power BI Service ef hann er ekki til nú þegar, það má gera með því að smella hér. Hægt er að stofna frían notanda í 60 daga en eftir það þarf að kaupa Power BI pro leyfi
Leiðbeinandi:
Þóra Regína Þórarinsdóttir, sérfræðingur í gagnagreiningum hjá Advania.
Þóra býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og margra ára reynslu í fjármálastjórn og gagnagreiningum bæði á Íslandi og í Bretlandi”
Skoða og fylgja á LinkedIn.
Afskráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið bi@advania.is
Afbóki einstaklingur sig á námskeið með minna en 24 klst. fyrirvara áskiljum við okkur rétt til að rukka allt að hálfvirði námskeiðsins.