Company logo

Valmynd

Power BI fyrir lengra komna - 20. og 21. sept

20. sept. 2022

09:00-12:00

Streymi

Verð: 49.000 kr. m. vsk

Fjarnámskeið í Power BI fyrir lengra komna verður haldið dagana 20. og 21. september. Framhaldsnámskeiðið nær yfir tvo daga, 3 tíma í senn frá kl. 9-12 báða dagana. Á námskeiðinu er farið dýpra ofan í möguleikana sem Power BI hefur upp á að bjóða. Verð: 49.000 m. vsk.

FJARNÁMSKEIÐ Í POWER BI FYRIR LENGRA KOMNA

Power BI er safn af tólum frá Microsoft sem nýtist fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum við greiningu gagna. Á þessu fjarnámskeiði verður farið yfir það hvernig hægt er að nýta Power BI til þess að auka virði gagna. Farið verður yfir hvernig mögulegt er að sækja gögn úr margvíslegum gagnalindum, tengja þau saman, breyta, bæta og búa til notendavænar skýrslur og mælaborð sem nýtast við greiningu gagna og ákvarðanatöku.

Farið verður dýpra ofan í atriðin frá grunnámskeiðinu okkar í Power BI. Opnað er á nýjar víddir tengdar DAX forritunarmálinu og hvernig hægt er að nýta sér það í Power BI. Dagsetningarvíddin ásamt bókamerki eru skoðuð til þess að bæta upplifun notenda sem skoða Power BI skýrslur.

Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir:

 • Hreinsun gagna
 • Samspil grafa (e. Interaction)
 • Færibreytur (e. Parameters)
 • DAX forritunarmálið (Data Analysis Expression)
 • Hvernig hægt er að nota bókamerki (e. Bookmarks) í Power BI
 • Dagsetningar
 • Aðgangsstýringar (e. Row level security) í Power BI

 

Ávinningur af námskeiði:

Námskeiðið tekur þekkinguna frá Power BI grunnámskeiðinu á næsta stig. Þú munt þekkja betur:

 • Mismunandi skipanir í DAX
 • Muninn á Direct Query og Import
 • Hvernig hægt er að aðgangsstýra í gegnum Power BI
 • Möguleikana á mælaborði
 • Búa til spálíkan út frá gögnum

 

Fyrir hverja?

Námskeiðið er sett upp fyrir þá sem hafa grunnkunnáttu í Power BI og vilja auka þekkingu sína. Það nýtist þeim sem vilja búa til skýrslur sem auka upplifun notandans og gefa þeim meiri innsýn í sitt rekstrarumhverfi og taka upplýstari ákvarðanir.

Mælt er með því að taka byrjendanámskeið í Power BI á undan þessu námskeiði.

Fyrirkomulag námskeiðs:

Námskeiðinu er skipt upp í tvo daga og er yfirferðin 3 klukkustundir í senn, frá kl. 9-12 báða dagana. Námskeiðið fer fram í gegnum Teams.

Atriði sem þarf að hafa fyrir námskeiðið:

 • Tveir tölvuskjáir, annar þeirra til að fylgjast með yfirferðinni og hinn til að vinna verkefni
 • Power BI Desktop þarf að vera sett upp á vélinni sem unnið er á, það má finna hér
 • Notandi í Power BI Service. Hægt er að stofna frían notanda í 60 daga hér en eftir það þarf að kaupa Power BI pro leyfi

 

Leiðbeinandi:

Jón Ólafur Guðmundsson sérfræðingur í Power BI hjá Advania. 

 

Skoða og fylgja á LinkedIn.

 

Afskráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið bi@advania.is 
Afbóki einstaklingur sig á námskeið með minna en 24 klst. fyrirvara áskiljum við okkur rétt til að rukka allt að hálfvirði námskeiðsins.